Af hverju ættum við taka vítamín?
Að líða sem best og viðhalda góðri heilsu fram á efri ár er það sem við öll stefnum að. Með því að taka betri ákvarðanir daglega þegar kemur að lífsstíl okkar eins og að velja næringarríkari mat, getum við stuðlað að bættri heilsu og vellíðan.
Vítamín eru lífræn efni sem eru nauðsynleg líkamanum í mismiklu magni og eru mikilvæg fyrir vöxt, æxlun, heilbrigði, starfsemi frumna og óteljandi ferla innan líkamans. Þau eru til að mynda mikilvæg fyrir framleiðslu á ensímum og hormónum og til þess að styrkja ónæmiskerfið. Það eru 13 vítamín og 15 steinefni sem eru nauðsynleg fyrir heilsuna. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamín eru ekki mynduð í líkamanum og við þurfum því að fá vítamínin aðallega úr fæðunni og eða sem fæðubótarefni. Ef eitthvað af vítamínum skortir í fæðuna getur það haft alvarlegar afleiðingar, raskað eðlilegri líkamsstarfsemi og leitt til sjúkdóma.
Við vitum öll að daglegt líf getur verið annasamt og við fáum kannski ekki alltaf öll þau næringarefni sem við þurfum úr fæðunni. Þó svo að fjölbreytt og hollt mataræði geti veitt okkur þessi nauðsynlegu næringarefni í nægilegu magni til þess að styðja við góða heilsu, er það háð mataræði sem samanstendur af næringarríkri og heilnæmri fæðu sem er ræktuð í frjósömum jarðvegi. Það er vissulega ráðlagt og mælt með því að fá flest vítamín og steinefni úr fæðunni að þá er það ekki alltaf mögulegt.
Matvæli nú til dags eru oft á tíðum gjörunnin og innihalda venjulega ekki nægilegt magn af vítamínum og öðrum næringarefnum. Enn er neysla grænmetis, ávaxta og öðrum hollum mat eins og fisk og mjólkurvörum töluvert fyrir neðan almennar ráðleggingar um lágmarksneyslu hjá fullorðnum á Íslandi.
Gott fjölvítamín og eða önnur vítamín geta t.d. verið gagnleg fyrir þá sem eru með ákveðin fæðuofnæmi eða óþol, fyrir barnshafandi konur, eldra fólk, grænkera og fyrir þá sem eru með sjúkdóm eða ástand sem hefur áhrif á næringarinntöku. Fjölvítamín getur hjálpað til við að brúa bilið þegar kemur að næringarþörfum og veitt margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Fjölvítamín ætti þó ekki að koma í staðinn fyrir heilsusamlegt mataræði og það að borða fjölbreyttan og hollan mat er mun líklegra til að tryggja góða heilsu til lengri tíma litið.
NOW býður upp á fjölbreytt úrval af nauðsynlegum vítamínum og bætiefnum auk víðtæks úrvals fjölvítamína fyrir öll lífsstig.