Allt sem þú þarft að vita um steinefnasölt

Steinefnasölt (electrolytes) er blanda af lífsnauðsynlegum steinefnum s.s. natríum, kalíum, magnesíum og kalsíum ásamt fleiri steinefnum. Þegar þessi steinefni leysast upp í vatni þá mynda þau steinefnasölt, rafhlaðnar jónir sem eru líkamanum mikilvæg fyrir allar frumur, líffæri og líffærakerfi svo líkaminn geti starfað eðlilega. Við getum fengið steinefnasölt úr því sem við borðum og drekkum en í sumum tilfellum getur verið þörf á að bæta þau upp í bætiefnaformi. Steinefnasölt eru gjarnan mæld í blóðprufu ef þess er þörf og blóðgildi þeirra þarf að vera innan nákvæmra gilda svo líffærastarfssemin haldist í jafnvægi.

Hvaða hlutverki gegna steinefnasölt í líkamanum?

  • Koma jafnvægi á vökabúskap líkamans
  • Halda sýru og basa jafnvægi í blóði innan eðlilegra marka
  • Stuðla að eðlilegum vöðvasamdráttum s.s. í hjartavöðva
  • Senda taugaboð frá hjarta, vöðvum og taugafrumum til annarra frumna
  • Taka þátt í endurnýjun vefja
  • Hjálpa blóðinu að storkna

Hvað veldur ójafnvægi á steinefnasöltum í líkamanum?

Mikilvæg steinefnasölt geta tapast við miklar og erfiðar æfingar með svita og þá sérstaklega natríum og kalíum. Ef þú er að æfa reglulega í 60-90 mín eða lengur og ert að stunda mikla hreyfingu og íþróttir er líklegt að þú sért að tapa steinefnasöltum úr líkamanum. Aðrar ástæður sem geta valdið ójafnvægi á steinefnasöltum eru t.a.m. vökvatap út frá veikindum s.s. hita, krónískum niðurgangi eða uppköstum, ónæg inntaka vatns/vökva eða steinefna úr fæðu, inntaka á lyfjum s.s. vökvalosandi og hægðalosandi lyfjum. Eldra fólki er einnig sérstaklega hætt við ójafnvægi á steinefnasöltum. Það er nauðsynlegt að viðhalda góðu jafnvægi á steinefnasöltum og bæta upp skort þeirra í líkamanum ef þörf er en nýrun og ýmis hormón sjá til þess að halda söltum og vökvabúskap líkamans í jafnvægi.

Einkenni ef líkamann skortir steinefnasölt

  • Þreyta
  • Svimi
  • Þrekleysi
  • Vöðvakrampar og kippir
  • Óreglulegur hjartsláttur

Heilsusamlegt og fjölbreytt mataræði veitir okkur í flestum tilfellum næga
innöku á steinefnasöltum en lykilatriði er að drekka nóg af vatni og vökva og
borða fæðu sem er rík af steinefnasöltum s.s. spínat, kalkún, kartöflur,
baunir, avókadó, appelsínur, jarðarber og banana.

  • Ásdís Grasa
  • Aðrar greinar
Ásdís Grasa Höfundur

Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.

email
asdisgrasa@nowfoods.is
follow me
  • Íþróttabætiefni fyrir hlaupara
    11/06/2025
    Ásdís Grasa
  • Kollagen kúlur
    Jóla kollagen kúlur
    30/11/2022
    Ásdís Grasa
  • kollagen latte
    Kollagen í kroppinn þinn
    27/01/2022
    Ásdís Grasa
  • Hollari Kókóstoppar
    27/11/2020
    Ásdís Grasa
  • Hvað er til ráða gegn frjókornaofnæmi?
    10/06/2020
    Ásdís Grasa

Vörur í færslu

  • Effer-Energy Freyðitöflur Tropical Punch
  • Effer-Hydrate Freyðitöflur Lemon Lime
  • Effer-Hydrate Freyðitöflur Mixed Berry
  • Effer-Hydrate Freyðitöflur Orange Strawberry

© Icepharma hf. Allur réttur áskilinn. Icepharma hf. er viðurkenndur dreifingaraðili NOW á Íslandi. Icepharma is the authorized distributor of NOW in Iceland.

Log In

Become a part of our community!
Registration complete. Please check your email.
Lost your password?

Create an account

Welcome! Register for an account
The user name or email address is not correct.
Registration confirmation will be emailed to you.
Log in Lost your password?

Reset password

Recover your password
Password reset email has been sent.
The email could not be sent. Possible reason: your host may have disabled the mail function.
A password will be e-mailed to you.
Log in
×