Arnar Péturs
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að hafa gaman og að afreka eitthvað. Þannig er stóra markmiðið að hlaupa á Ólympíuleikunum í maraþoni en á sama tíma að hafa eins gaman á leiðinni og hægt er.“
Ég er fyrst og fremst maraþonhlaupari en hef samt keppt í og orðið íslandsmeistari í tíu mismunandi vegalengdum eða allt frá 1500m innanhús og upp í maraþonið. Meðfram hlaupum hef ég verið í Háskóla Íslands auk þess að taka tvö ár í Þýskalandi í námi og er í dag með fjórar háskólagráður og þarf af þrjár meistaragráður. Ég hef einnig verið að þjálfa hlaup, halda fyrirlestra og er að leggja lokahönd á bók sem mun taka á öllu sem viðkemur hlaupum. Bókin mun nýtast öllum sem vilja bæta úthaldið og mun veita nýja sýn inn í hlaupin. Bókin mun bera einfalda heitið Hlaupabókin og er ég mjög spenntur að fyrir útgáfunni en hún mun koma út um jólin.
Það skemmtilegasta sem ég geri er að hafa gaman og að afreka eitthvað. Þannig er stóra markmiðið að hlaupa á Ólympíuleikunum í maraþoni en á sama tíma að hafa eins gaman á leiðinni og hægt er. Þess vegna reyni ég að gefa mikið af mér bæði með hlaupaþjálfun og að vera virkur að leyfa fólki að fylgjast með. Meiri upplýsingar um mig og hlaupaþjálfun er hægt að finna á instagram undir notendanafninu @arnarpetur
Ég er mjög hrifinn af NOW vörunum og hef verið virkur notandi í langan tíma. Járn inntaka og B-12 skiptir miklu máli fyrir alla hlaupara þannig að B-12 Ultra og járn bætiefnin eru alltaf til hjá mér. Einnig tek ég D vítamín, Omega 3 og Adam fjölvítamínblöndu sem er sérhönnuð fyrir karlmenn.