Now logo
  • Bætiefni
    • Vítamín
    • Jurtir
    • Fitusýrur
    • Gerlar og trefjar
    • Steinefni
    • Prótein
    • Kollagen
    • Önnur bætiefni
  • Sportvara
    • Endurheimt
    • Prótein
  • Matvara
    • Bakstursvara
    • Drykkir
    • Hnetur
    • Sætuefni
  • Snyrtivara
    • Andlitsumhirða
    • Annað
    • Burðarolía
    • Hárumhirða
    • Líkamsumhirða
  • Ilmolíur
    • Hreinar ilmolíur
    • Ilmolíu blöndur
    • Ilmolíu sett
    • Ilmolíulampar
  • Blogg
    • Uppskriftir
    • Greinar
  • Now teymið
    • Ásdís Ragna
    • Guðrún Brá
    • Indíana
    • ITS Macros þjálfun
    • Ragga Nagli
  • Um Now
    • Hafðu samband
Search
Generic filters
Exact matches only
backround

Frankincense er frábær ilmolía

Frankincense ilmolía

Hugsanlega hafið þið fyrsta heyrt af frankincense þegar þið lásuð eða heyrðuð jólaguðspjallið, því eitt af því sem vitringarnir þrír færðu Jesúbarninu var frankincense í trjákvoðumolum. Það hefur lengi verið notað við ýmiskonar trúarathafnir, þótt margir velji í dag að nýta sér eiginleika þess úr ilmkjarnolíu.

Frankincense ilmolía

Frankincense ilmkjarnaolía er unnin úr trjákvoðu úr Boswellia trénu. Kvoðan er dregin úr trjánum og síðan látin þorna og harðna. Svo er hörð trjákvoðan eimuð með gufu til að vinna úr henni olíuna. Frankincense ilmkjarnaolía hefur verið notuð í Ayurvedískum lækningum (Indland) í hundruðir ára, meðal annars vegna þess að hún bætir liðagigt, meltinguna, dregur úr asma einkennum og bætir tannheilsuna. Auk þess veitir hún almenna vellíðan á heimilinu, sé hún notuð í ilmlampa.

Trjákvoða sem Frankincense ilmkjarnaolía er unnin úr.

LIÐAGIGT

Bólgueyðandi áhrif frankincense ilmkjarnaolíunnar virka vel á liðbólgur sem tengjast slitgigt og liðagigt. Með blandaðri frankincense ilmkjarnaolíu eins og frá NOW má bera olíuna beint á bólgusvæðin, auk þess sem gott er að anda henni inn, en þá er hún borin á innanverða úlnliðina. Rannsóknir sýna að frankincense getur hindrað losun boðefna (leukotriene), sem geta valdið bólgum. Öflugustu bólgueyðandi eiginleikar frankincense felast í jurtalyktarefninu og sýrunni úr boswellia trénu.

Tilraunir á dýrum hafa sýnt að sýran úr boswellia trénu geti verið jafn áhrifamikil og bólgueyðandi lyf án stera (NSAID lyf), en þau eru eru meðal annars íbúfen og voltaren. Ilmkjarnaolían er andstætt lyfjunum, án allra aukaverkana.

STARFSEMI ÞARMA OG RISTILS

Bólgueyðandi áhrif olíunnar geta líka haft góð áhrif á starfsemi þarma og ristils. Bætiefnablöndur með boswellia og frankincense ilmkjarnaolía vinna þar saman og geta dregið úr einkennum Crohn‘s og sáraristilbólgu.

Boswellia, sem frankincense er unnið úr, hefur lengi verið þekkt sem gott bætiefni við gigtareinkennum. Það virkar einnig vel á bólgusjúkdóma í meltingarveginum og hjálpar fólki með krónískan niðurgang að öðlast á ný eðlilegar hægðir.

ASTMAEINKENNI

Frankincense hefur í gegnum aldirnar verið notað í náttúrulækningum til að meðhöndla bronkítis og astma. Rannsóknir benda til þess að innihaldsefni í olíunni hindri framleiðslu á losun boðefna (leukotrienes), sem valda því að bronkitisvöðvarnir dragast saman við astma.

Við innöndun á frankincense ilmkjaranolíunni opnast öndunarvegurinn, auk þess sem olían slær á hósta og dregur úr slímmyndun.

TANNHEILSAN

Rannsóknir hafa sýnt að frankincense verndar tannheilsuna. Það er gott að nota olíuna við andremmu og munnangri. Best er þá að setja 1-2 dropa í örlítið vatn og skola svo munninn með því. Einnig má bæta ilmkjarnaolíunni út í tannkremið og bursta svo tennurnar með því.

NEGLUR OG NAGLABÖND

Ef þú ert með þurr naglabönd og þurra húð í kringum neglurnar, þá er frábært að nudda ilmkjarnaolíunni á neglur og húð einu sinni á dag, einkum og sér í lagi á þurrum vetrardögum. Þessi aðferð hefur skilað góðum árangri hjá mér, en ég hef gjarnan þjáðst af ofþurrk í höndum á vetrum.

NOTKUN OLÍUNNAR

Hægt er að setja dropa af olíunni á úlnliðina og anda svo að sér ilmi hennar. Einnig má nudda blandaðri olíu á gagnaugu eða hnakka, svo og á kviðinn við meltingarvanda. Sumir velja að setja ilmkjarnaolíuna á iljarnar, en þar hefur olían áhrif á alla taugaenda sem liggja niður í iljar.

Svo má alltaf setja olíuna í ilmlampa eða í bómullarhnorða, sem komið er fyrir í grisjupoka í rúmi þeirra sem þjást af astma.

Frankincense ilmkjarnaolíublandan frá NOW er blönduð jojoba olíu. Hún blandast vel við Balsam fir needle ilmkjarnaolíu, myrrh ilmkjarnaolíu, orange ilmkjarnaolíu og sandalwood ilmkjarnaolíublöndu.

Mynd: CanStockPhoto / Madeleine_Steinbach

Heimildir:
OrganicAromas.com

  • Guðrún Bergmann
  • Aðrar greinar
Guðrún Bergmann Höfundur
Guðrún Bergmann hefur í tæp 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Guðrún hefur skrifað 18 bækur, ótal pistla og greinar og haldið fyrirlestra og námskeið bæði hér heima og erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Tékklandi, Noregi og Luxembourg. Greinar hennar hafa birst í erlendum tímaritum og bækur hennar hafa verið gefnar út erlendis. Á þessum tæplega 30 árum hafa í kringum fimmtán þúsund manns sótt fyrirlestra hennar og námskeið.
web
http://www.gudrunbergmann.is
email
stinaasa@gmail.com
follow me
  • Frankincense er frábær ilmolía
    05/06/2019
    Guðrún Bergmann

Vörur í færslu

  • FrankincenseIlmolía Frankincense 20%

© Icepharma hf. Allur réttur áskilinn. Icepharma hf. er viðurkenndur dreifingaraðili NOW á Íslandi. Icepharma is the authorized distributor of NOW in Iceland.

Log In

Become a part of our community!
Registration complete. Please check your email.
Lost your password?

Create an account

Welcome! Register for an account
The user name or email address is not correct.
Registration confirmation will be emailed to you.
Log in Lost your password?

Reset password

Recover your password
Password reset email has been sent.
The email could not be sent. Possible reason: your host may have disabled the mail function.
A password will be e-mailed to you.
Log in
×