Gylltur túrmerik drykkur
Gyllti túrmerik drykkurinn úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa er einstaklega góður til að vinna á bólgum í líkamanum og stuðla að góðri meltingu. Hinar kröftugu jurtir, túrmerik og engifer, einkenna drykkinn en bólgueyðandi eiginleikar þeirra fyrir líkamann eru vel þekktir.
Innihald:
- 2 skeiðar Plant protein complex vanilla frá Now
- 2 hylki af curcufresh frá NOW (opna hylkin og setja duftið í drykkinn)
- 1 tsk af MCT olíu.
- 2 msk hörfræ frá Himnesk Hollusta
- 1 1/3 b möndlumjólk frá Isola
- 1 tsk engifer duft
- ½ tsk kanill
- 4-5 stk ísmolar
Öllu skellt í blandarann og djúsað þar til orðið gyllt og slétt.

- Ásdís Grasa
- Aðrar greinar

Ásdís Grasa
Höfundur
Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.
email
-
30/11/2022
-
27/01/2022
-
27/11/2020
-
17/04/2020