Indíana
„Móðir, þjálfari og mikill matgæðingur sem er virkilega dugleg að sýna frá bæði æfingum og því sem hún er að bralla hverju sinni í eldhúsinu.“
Indíana Nanna er móðir, þjálfari og mikill matgæðingur. Hún hefur stýrt vinsælli hópþjálfun hjá World Class síðan í janúar 2017. Hún er virkilega dugleg að sýna frá bæði æfingum og því sem hún er að bralla hverju sinni í eldhúsinu. Þetta eru hennar uppáhaldsvörur frá NOW:
D-vítamín – Er oft nefnt sólarvítamínið því það myndast í húðini fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólarinnar. Því er nauðsynlegt fyrir okkur, sem búum á norðlægum slóðum, að taka D vítamín. D vítamínskortur er algengasti vítamínskortur á vesturlöndum.
Folic acid: Ég fékk ráðleggingu frá ljósmóðurinni minni að allar konur á barnseignaraldri ættu að taka fólinsýru svo ég reyni að taka hana á hverjum degi. Góð blanda af B-vítamínum.
Probiotics 25 billion – Er blanda 10 mismunandi vinveittra góðgerla í styrkleikanum 25 milljarðar sem styður við heilbrigða þarmaflóru og er hentug til dagsdaglegra nota. Góð þarmaflóra er grunnur að heilbrigði en hún styður m.a. við heilbrigt ónæmiskerfi.
Magnesíum, kalsíum 2:1: Ég tek þessa blöndu nánast á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa. Magnesíum hjálpar vöðvunum að slaka á og jafna sig eftir átök, það hjálpar líka til við að viðhalda heilbrigði meltingastarfsemi.
Plant protein complex creamy vanilla – er Vegan próteinblanda í hæsta mögulega gæðaflokki. Próteinið er blanda af bauna-, kínóa- og hamp próteini sem tryggir fjölbreytileika. Eins og aðrar vörur frá Now er próteinblandan án allra óæskilegra aukaefna og sætt með stevíu og Xýlitóli. Þetta er eina próteinið sem ég hef notað í meira en tvö ár núna. Mér finnst það frábært út í boost eða smoothie skálar.