Íþróttabætiefni fyrir hlaupara
Þeir sem stunda hlaup og aðrar úthaldsíþróttir vilja oft hámarka getu og frammistöðu. Íþróttabætiefni geta verið gagnleg viðbót við heilsusamlegt mataræði og mikilvægur þáttur í daglegri rútínu fyrir íþróttafólk. Til þess að ná hámarks æfingaárangri þarf líkaminn næringarefni til þess að viðhalda góðri heilsu, orku og úthaldi. Markviss notkun íþróttabætiefna getur aukið hraða og snerpu ásamt því að draga úr þreytu. Hér eru valin bætiefni sem geta hjálpað þeim sem stunda hlaup og úthaldsíþróttir.
BCAA Blast
Fæðubótarefni sem inniheldur BCAA (greinóttar amínósýrur) og getur hjálpað til við að hámarka afköst á æfingum. BCAA amínósýrur eru taldar styðja við vöðvavöxt, viðhald og endurheimt. Í hverjum skammti er 5 gr af BCAA amínósýrum og 100 mg af náttúrulegu koffíni úr grænum kaffibaunum, sem eykur orku og einbeitingu meðan á æfingum stendur. BCAA Blast er hægt að nota bæði fyrir og á æfingum.
Beet Root
Rauðrófuduft úr þurrkuðum rauðrófum en rauðrófur eru náttúrulega ríkar af fjölda næringarefna, þar á meðal nítröt. Nítröt í rauðrófum umbreytast í nítríð oxíð sem talið er auka blóðflæði í líkamanum og getur þannig haft jákvæð áhrif á úthald. Hver matskeið af Beet Root rauðrófuduftinu frá NOW jafngildir 2,5 heilum rauðrófum. Beet root rauðrófuduftið er gjarnan notað sem náttúrulegt pre-workout fyrir æfingar.
Effer-Hydrate
Freyðitöflur sem innihalda steinefnasölt sem eru líkamanum mikilvæg Effer-Hydrate töflurnar hjálpar til við að koma jafnvægi á vökvabúskap líkamans sem getur tapast vegna svita við æfingar. Vökvaskortur getur dregið úr líkamlegri frammistöðu og því mikilvægt að endurheimta steinefnasölt sem tapast þegar við svitnum við æfingar. Hentar því mjög vel eftir erfiðar æfingar, hlaup, hjól, æfingar í heitum sal og veikindi. Effer-Hydrate eru notaðar til þess að koma í veg fyrir vöðvaþreytu og stuðla að endurheimt fyrir íþróttafólk og aðra sem stunda mikla hreyfingu.
Hreinleiki og gæði
Íþróttabætiefnin frá NOW eru öll með NSF Certified for Sport og Informed-Sport vottun, sem tryggir að hver og ein framleiðsluvara er vöruprófuð af þriðja aðila fyrir ólöglegum efnum sem eru á bannlista WADA. NOW íþróttabætiefni eru prófuð í samræmi við reglugerðir samkvæmt viðurkenndrar eftirlitsstofnunar LGC sem hefur eftirlit m.a. með íþróttabætiefnum, til þess að tryggja það að varan sé hrein, örugg og árangursrík fyrir íþróttafólk.
- Ásdís Grasa
- Aðrar greinar
Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.
-
11/06/2025
-
30/11/2022
-
27/01/2022
-
27/11/2020




