Kaffiboost Indíönu
Indíana Nanna Jóhannsdóttir hóptímaþjálfari hjá Worldclass og matgæðingur deilir með okkur uppskrift af hennar vinsæla kaffiboost.
Kaffiboost uppskrift
- 1 frosinn banani (ég kaupi oft gamla banana og frysti þá í bitum).
- Sykurlaus möndlumjólk frá IsolaBio – magn fer eftir því hvernig áferð þú vilt, þunnan eða þykkari.
- 1/2 til 1 skeið af próteini. Ég nota Plant Protein Complex með vanillubragði frá NOW Foods en það fæst líka með súkkulaðibragði. Þetta prótein er plant based/vegan, þ.e. inniheldur ekki mjólkurprótein. Það fer mun betur í magann á mér en whey eða casein prótein.
- 3-4 dropar af Toffe Stevíu frá NOW Foods.
- 1/2 – 1 kaffibolli.
- Klakar.
Aðferð: Allt sett í blender og mixað saman þar til úr verður þykkur þeytingur. Smakkaðu hann til og bættu við hráefnum ef því hvernig þú vilt hafa áferðina og bragðið, t.d. meiri möndlumjólk ef þarf að þynna og meira kaffi ef þú vilt sterkara kaffibragð. Til að gera hann sætari gætir þú sett döðlur og síðan get ég ímyndað mér að það væri gott að setja smá kanil líka og/eða hnetu- eða möndlusmjör frá Monki. Frábær sem morgunmatur, millimál eða með hádegismatnum.
Hægt er að kaupa kaffiboost Indíönu hér
- Indíana
- Aðrar færslur
Indíana Nanna er móðir, þjálfari og mikill matgæðingur. Hún hefur stýrt vinsælli hópþjálfun hjá World Class síðan í janúar 2017. Hún er virkilega dugleg að sýna frá bæði æfingum og því sem hún er að bralla hverju sinni í eldhúsinu.
-
22/06/2019