Ketó gulrótarkaka
María Krista deilir hér með okkur girnilegri uppskrift af gulrótaköku sem er tilvalið fyrir þá sem eru á ketó mataræði.
Innihald:
- 100 g kúrbítur með hýðinu
- 60 g Macadamiuhnetur frá NOW
- 2 egg
- 2 msk kókosolía mjúk, frá Himneskri hollustu
- 1 tsk kardemommudropar
- 100 ml möndlumjólk ósæt frá Isola
- 180 g möndlumjöl frá NOW
- 120 g sæta, sweet like sugar frá Good Good
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- 1/2 tsk gróft salt
- 2 tsk kanill
- 1/2 tsk engifer duft eða maukaður í krukku
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/4 tsk negull
- 1 tsk sítrónusafi
AÐFERÐ:
Rífið kúrbítinn niður með rifjárni eða
notið matvinnsluvél.
Saxið hnetur og blandið saman.Bætið öðru
hráefni við í kökuna og hrærið vel saman.
Bakið í spreyjuðu formi eða silikonformi
í 30 mín á 170° hita. Ef þið tvöfaldið uppskrift þá notið þið tvö form.
KREM:
- 200 g rjómaostur
- 200 g smjör
- 100 g sæta fínmöluð, sweet like sugar frá Good Good
- 1 msk sítrónusafi
- 2 tsk vanilludropar
AÐFERÐ:
Fínmalið sætuna í blandara svo hún líkist
flórsykri.
Blandið saman smjöri við stofuhita og
rjómaosti, bætið sætunni við, sítrónusafa og vanilludropum og þeytið. Gott að
nota K-spaða í hrærivél ef þið eigið.
Ef krem skilur sig þá er það annaðhvort
of heitt eða kalt. Ef það kurlast upp og nær ekki að blandast saman þá er hægt
að fara með hárblásara á skálina og mýkja upp.
Ef það er á floti og smjörið orðið
fljótandi þá má setja ískalt blautt viskastykki utan um að kæla skálina niður á
meðan hún þeytir. Það er alltaf hægt að bjarga smjörkremi.
Skreytið kælda kökuna með kreminu og fyrir þá sem vilja þá er hægt að lita hluta af smjörkreminu með grænu og appelsínu lit og sprauta gulrótum á kökuna eða búa til marsipan sem er í uppskrift hér