Ketó vefjur með krydduðum kjúkling
María Krista deilir hér með okkur girnilegri uppskrift af ketó vefjum með krydduðum kjúkling.
Ketó vefjur:
Innihald:
- 4 egg
- 125 g rjómaostur
- 30 g HUSK powder frá NOW
- 1/2 tsk salt
- 10 g kókoshveiti frá NOW
Blandið saman deigið, fletjið 4 jafna hluta út milli smörpappírs. Bakið í 15-20 mín á 160° á blæstri með pappírinn enn ofan á kökunum.
Fylling:
- mexíco ostur, rifinn
- sýrður rjómi habanero eða 36%
- steiktur kjúklingur í bitum
- lime
- tómtar
- knippi af kóriander
- 1 paprika
- salt og pipar
Aðferð:
- Blandið rifnum mexíco osti við hálfa dós af sýrðum rjóma.
- Dreifið ostasósunni á kökurnar.
- Raðið kjúklingabitum á kökurnar og niðurskorinni papriku.
- Vefjið upp tortillunum og smyrjið yfir sýrðum rjóma og rifnum osti.
- Bakið í ofni í um það bil 15 mín á 220° hita og gott að stilla á grill síðustu mínúturnar.
- Berið fram með niðurskornum tómötum, avocado, kóríander, limesafa, salti og pipar og olífuolíu.
Uppskrift: María Krista
www.mariakrista.com