Kröftugur hafragrautur á H bar
Einn hollasti bar landsins, H bar opnaði á Bíldshöfða 9 á síðasta ári. H bar býður upp á hollari og betri valkost þar sem gamli góði hafragrauturinn sem við þekkjum svo vel hefur öðlast nýtt líf og hvert hráefni er valið með ást og umhyggju fyrir heilsunni.
Indíana Nanna Jónsdóttir þjálfari tók að sér að hanna matseðilinn á barnum og pældi hún mikið út í bragð, áferð, næringargildi og fjölbreytni við samsetninguna á grautunum.
Á matseðlinum má finna grautinn Kröftugur en hann inniheldur m.a. hágæða whey vanilluprótein frá NOW en það inniheldur 25gr af próteini, náttúrulegar BCAA amínósýrur og er sætt með lífrænni stevíu og xylitol. Hægt er að skipta út whey próteininu og fá plöntuprótein í staðin ef þess er óskað.
Hér má finna uppskrift af þessum kröftuga og holla graut:
- 178ml hafragrautur
- 1 msk vanilluprótein frá NOW
- 1 msk saxaðar möndlur frá MUNA
- 1 msk graskerfsfræ frá MUNA
- 1 tsk hampfræ frá MUNA
- 1 msk hrein grísk jógúrt
- 1 msk hnetusmjörskaramella
Við mælum með því að allir kíki á H bar á Bíldshöfða 9 og fái sér hollan og góðan graut.