Létt og góð fræ rúnstykki
Ketó rúnstykki – um 6 stk
- 200 g sýrður rjómi
- 4 egg
- 30 g kókoshveiti frá NOW
- 30 g möndlumjöl frá NOW
- 10 g fínmalað HUSK powder frá NOW
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk lyftiduft
- 2 msk chiafræ frá Himneskri hollustu
- 2 msk hörfræ frá Himneskri hollustu
- 2 msk graskersfræ frá Himneskri hollustu
Aðferð:
Hrærið vel eggin og sýrða rjómann,
blandið svo þurrefnum vel saman með gaffli svo HUSK nái að blandast vel. Hellið
þeim út í og hrærið áfram. Látið deigið standa í 5-10 mín. Setjið deigið í
muffinsform, ég notað smurt silikonform og stráði nokkrum graskersfræjum ofan
á.
Bakið í 20 mín á 180°C með blæstri. Það komu 12 agalega
passlegar bollur úr þessari uppskrift.