Máttur Astaxanthin

Astaxanthin er eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar sem verndar frumur líkamans gegn alls konar neikvæðum áhrifum frá umhverfi okkar og lífsstíl. Andoxunarvirkni Astaxanthins er talin vera mun meiri samanborið við önnur andoxunarefni eins og C-vítamín, E-vítamín og beta-karótín.

Gæðavara

Astaxanthin frá NOW er unnið úr smáþörungum sem ræktaðir eru samkvæmt ströngustu gæða- og umhverfisstöðlum. Astaxanthin er svokallað karótenóíð efni sem smáþörungar framleiða, en sama efni er til að mynda að finna í grænmeti og ávöxtum.

Heilsufarsleg áhrif

Astaxanthin hefur fjölþætt heilsufarsleg áhrif og hafa rannsóknir meðal annars sýnt fram á eftirfarandi:

  • Stuðlar að heilbrigðu oxunarálagi
  • Styður við heilbrigt hjarta- og æðakerfi
  • Hjálpar til við endurheimt eftir erfiðar æfingar
  • Eykur mótstöðu gegn andlegri og líkamlegri þreytu
  • Styður við heilbrigða öldrun
  • Styður við ónæmiskerfið
  • Styður við augnheilsu

Heilbrigð húð

Astaxanthin hefur verið rannsakað með tilliti til áhrifa á húðina og er talið stuðla að heilbrigði húðar með því að auka raka og teygjanleika hennar. Astaxanthin hefur meðal annars reynst vel gegn sólarexemi og er gjarnan ráðlagt fólki sem ferðast til sólarlanda, enda verndar það húðina gegn oxunarálagi.

Ávinningur af andoxunarefninu

Astaxanthin er einstakt og öflugt andoxunarefni og víðtæk heilsufarsleg áhrif þess hafa verið staðfest í fjölmörgum klínískum rannsóknum. Astaxanthin er gagnleg fæðubót til þess að stuðla að bættri heilsu samhliða heilsusamlegum lífsstíl.

© Icepharma hf. Allur réttur áskilinn. Icepharma hf. er viðurkenndur dreifingaraðili NOW á Íslandi. Icepharma is the authorized distributor of NOW in Iceland.

Log In

Become a part of our community!
Registration complete. Please check your email.
Lost your password?

Create an account

Welcome! Register for an account
The user name or email address is not correct.
Registration confirmation will be emailed to you.
Log in Lost your password?

Reset password

Recover your password
Password reset email has been sent.
The email could not be sent. Possible reason: your host may have disabled the mail function.
A password will be e-mailed to you.
Log in
×