Súkkulaði próteinbúðingur Naglans
Innihald:
- 1 skófla NOW whey protein isolate eða Plant Protein Complex
- 10 klakar
- 1 tsk xanthan gum NOW (fyrir þykkelsið)
- 100 ml vatn
Aðferð:
- Myldu klakann mélinu smærra í blandara.
- Hella vatninu út í blandarann og síðan prótínduftinu.
- Hræra á hææææægri stillingu í c.a 1-2 mínútur eða þar til allur klakinn hefur blandast við gumsið.
- Stórkostlegt að sáldra MUNA kakónibbum, slumma hnetusmjöri, eða hökkuðum pekanhnetum yfir búðinginn áður en þessi gleði tryllir bragðlaukana.
- Ragga Nagli
- Aðrar greinar
Ragga Nagli
Höfundur
Ég heiti Ragnhildur Þórðardóttir. Sálfræðingur, pistlahöfundur, einkaþjálfari og hlaðvarpari.
-
01/09/2023
-
17/05/2021
-
20/04/2020