Sykurlausar ketó pönnukökur
María Krista deilir hér með okkur girnilegri uppskrift af sykurlausum ketó pönnukökum.
Ketó pönnukökur um 5 stk
- 30 g kókoshveiti frá NOW eða 90 g möndlumjöl frá NOW
- 10 g Collagen Peptides duft frá NOW NOW
- 1 msk Erythritol frá NOW
- 100 ml sódavatn eða möndlumjólk frá Isola
- 2 egg
- 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1/3 tsk Xanthan Gum frá NOW
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1/3 tsk salt
- 25 g olía t.d. Mct olía frá NOW
Hrærið öllu innhaldi saman með
töfrasprota eða í blandara.
Steikið pönnukökurnar á pönnu. Berið fram með sykurlausri sultu, sýrópi, súkkulaðismyrju eða því sem hugurinn girnist.
Uppskrift frá Maríu Kristu
www.mariakrista.com