Þórólfur:
„Svefn, góð næring og réttar æfingar eru lykillinn að árangri. Ég nota NOW bætiefni til að hjálpa mér að ná árangri.“
Ég er búinn að stunda hlaupa frá því 2001, fyrsta keppnishlaupið mitt var 10km í júlí 2022, markmiðið var að ná undir 60 mínútur og það tókst. Þótt ég hafi stundað hlaup lengi þá var það ekki fyrr en í byrjun árs 2016 sem ég ákvað að setja alvöru í sportið og stefna á að ná hámarksárangri fyrir minn aldurshóp.
Ég ólst upp í Keflavík og þar voru bara þrjár íþróttargreinar í boði, fótbolti, körfubolti og sund, ég prófaði bolta greinarnar en náði ekki að tengja við þær. Minn íþróttaferill hófst því ekki fyrr en á fullorðins árum, áður en ég byrjaði að æfa þá var ég móður við það eitt að ganga upp þrjár hæðir, þótt ég hafi alltaf verið frekar léttur.
Hlaupin og æfingarnar sem tengjast hlaupunum gefa mér alveg ótrúlega mikið, þetta er fyrst og fremst lýðheilsu mál fyrir mig, ég stefni á að vera í góðu andlegu og líkamlegu formi þegar ég verð áttræður. Ég nota hlaupin og nýlega skíðagöngu til að efla andlega og líkamlega heilsu.
Ég á tíu aldursflokka Íslandsmet, allt frá 3.000m upp í hálft maraþon, svefn, góð næring og réttar æfingar eru lykillinn að árangri. Ég nota NOW bætiefni til að hjálpa mér að ná árangri.
Uppáhalds vörurnar mínar eru:
- Magtein sem ég tek alltaf fyrir svefninn, svefn er grunn forsenda þess að geta æft vel.
- Steinefna freyðitöflurnar sem ég tek eftir æfingar, sérstaklega þegar ég svitna mikið.
- B-12 duftið sem er mjög auðvelt að taka með út að hlaupa og fá sér stuttu fyrr átök.
- Hreint bauna prótein, gott að henda í shake eftir hlaupaæfingu á leiðinni á gönguskíðaæfingu.
- D-vítamín, ég tek það daglega alla daga.