Ásdís Grasa Hreinsunarpakkinn
Availability:
In stock
Hreinsunarpakki Ásdísar Grasa
Description
- Glutathione: Eitt öflugasta ensím líkamans sem er að mestu framleitt í lifrinni en glutathione er mikilvægt fyrir fyrir almenna afeitrunarferla í lifrinni. Glutathione er einnig mikilvægt andoxunarefni og er hluti af varnarkerfi líkamans gegn oxun og öldrun frumna og styður við virkni C og E vítamíns í líkamanum
- Silymarin: Mjólkurþistill er kröftug jurt sem inniheldur virka efnið silymarin sem styður við almenna starfssemi lifrarinnar og er talin hafa hreinsandi áhrif á lifrina ásamt því að hafa jákvæð á gallblöðru og meltingu. Silymarin er einnig öflugt andoxunarefni og hefur því verndandi áhrif á frumur líkamans.
- Wheat grass duft: Hveitigras er mjög næringarík jurt sem inniheldur fjölda næringarefna s.s. ýmis vítamín, steinefni, andoxunarefni, jurtanæringarefni og blaðgrænu (chlorophyll). Hveitigras er þekkt fyrir hreinsandi áhrif á blóðið og líkamann og talið stuðla að losun eiturefna úr líkamanum. Hveitigras er einnig talið hafa væg bólgueyðandi áhrig og jákvæð áhrif á húðina.
- Acacia fiber: Trefjar bæta meltinguna og örva þarmahreyfingar en trefjar eru einnig mikilvæg næring fyrir góðu bakteríurnar í þarmaflórunni og til að viðhalda starfssemi góðgerla. Acacia trefjar fara vel í maga og gagnast vel m.a. gegn hægðatregðu, niðurgangi og iðraólgu. Trefjar eru einnig taldar gagnlegar til að viðhalda blóðsykri í jafnvægi og til að draga úr matarlyst.