Guðrún Bergmann Startpakki
Guðrún Bergmann mælir með startpakkanum á Hreint Mataræði námskeiðinu sínu.
Description
Pakkinn inniheldur:
Magnesíum/kalk– Magnesíumskortur er næst algengasti vítamín- og steinefnaskortur á Vesturlöndum. Skortur getur m.a. hækkað blóðþrýsting og haft neikvæð áhrif á taugakerfið. Magnesíum-blandan frá Now inniheldur einnig D-vítamín, kalk og sínk. Gott að taka á kvöldin fyrir betri svefn.
Omega-3 – er hrein fiskiolía/lýsi fyrir heilbrigða og sterka liði. Inniheldur DHA og EPA fitusýrur sem stuðla að viðhaldi á eðlilegum blóðþrýstingi.
Probiotic 10 25 billion – er blanda með 10 mismunandi vinveittum góðgerlum í miklum styrkleika sem styðja við heilbrigða þarmaflóru. Henta dagsdaglega og fyrir alla sem þjást af meltingarvandamálum eins og niðurgangi, hægðatregðu, sveppasýkingu, Candida og bakflæði
Silymarin – er virka efnið í mjólkurþistli. Mjólkurþistill hefur hreinsandi áhrif á líkamann, sérstaklega lifrina. Mjólkurþistill er einnig talinn virka vel gegn bólum.
Hvítlaukur – Hvítlaukur getur lækkað kólesteról og blóðþrýsting ásamt því að halda bakteríum og veirum í skefjum.
Acacia Fiber – Trefjar unnar úr safa Akasíutrésins. Trefjar í mataræði hjálpa til við að halda hægðum reglulegum. Einnig eru trefjar fæða góðgerla í meltingavegi okkar og því góð leið til þess að halda jafnvægi á góðgerla flóru okkar. Hægt er að nota vöruna daglega. Varan er lífræn.
Castor Oil hylki – Kastor olía er náttúruleg laxerolía og hefur því verið notuð m.a. gegn hægðartregðu. Olían er einnig talin góð fyrir húð og hárvöxt. Castor olían frá Now er bætt með fennel-olíu.