Glóandi húð

Húðin er stærsta líffæri líkamans og fyrsta varnarlínan sem verndar líkamann gegn neikvæðum ytri þáttum eins og útfjólubláum geislum, efnum og bakteríum. Húðin er einnig viðkvæm fyrir tilfinningalegu álagi og streitu, hormónabreytingum og óhollu mataræði. Heilsusamleg næring er einn af mörgum þáttum sem þarf að taka tillit til við að viðhalda heilbrigði húðar. Ófullnægjandi næringarástand getur haft skaðleg áhrif á bæði uppbyggingu og líffræðilega starfsemi húðarinnar og leitt til myndunar á óeðlilegu varnarlagi húðar. Sífellt fleiri rannsóknir sýna að næring er mikilvægur þáttur í að vinna gegn ýmsum húðvandamálum og hefur komið fram að næringarefni eins og A-, C-, D- og E-vítamín, sem og omega-3 fitustýrur og astaxanthin geti verið gagnleg fyrir t.a.m. exem og psoriasis. Þessi næringarefni eru ekki aðeins notuð sem virk efni í meðferðarskyni til að lina einkenni ýmissa húðkvilla, heldur einnig sem innihaldsefni í snyrtivörum. Omega-3 fitusýrur eru mikilvægar fyrir húðina og eru bólguhamlandi. C-vítamín er einnig mikilvægt húðvítamín styður við kollagen framleiðslu. Astaxanthin er kröftugt andoxunarefni sem er talið stuðla að heilbrigði húðar með því að auka raka og teygjanleika húðar. Astaxanthin er notað sem fyrirbyggjandi bætiefni til þess að verja húðina gegn skaðlegum geislum sólar, ásamt því að draga úr hrukkum og ótímabærri öldrun húðar.

Húðin og þarmaflóran

Margar rannsóknir hafa tengt heilsu meltingarvegarins við jafnvægi húðarinnar og það eru vísbendingar um tvíátta samskipti milli þarma og húðar. Einhvers konar röskun á fjölbreytileika þarmaflóru getur aukið viðkvæmni og truflað ónæmisþol sem getur síðan haft áhrif á húðheilsu. Nokkrir húðkvillar svo sem bólur, exem, psoriasis og rósroði tengjast raskaðri þarmaflóru. Ein rannsókn sýndi fram á tengsl milli þarmaflóru og húðheilsu og kom fram að leggja ætti áherslu á að bæta við forlífsgerlum, góðgerlum og gerjaðri fæðu í mataræðið fyrir heilbrigða þarmaflóru sem og húð. Milljarðar örvera og þá aðallega bakteríur sem eru meltingarvegi okkar framleiða ákveðin vítamín, taugaboðefni og stuttar fitusýrukeðjur, sem hvert og eitt hefur áhrif á húðheilsu. Mælt er með því að borða trefjar sem er næring fyrir góðu bakteríurnar og taka inn góðgerla til þess að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Að borða fjölbreytt, litríkt og plöntumiðað mataræði er góð leið til að stuðla að heilbrigðu jafnvægi í þarmaflórunni og fá úrval næringarefna og plöntuefna sem vernda húðina okkar. Næringarríkar fæðutegundir sem eru húðvænar eru t.a.m. avókadó, gulrætur, hörfræ, möndlur, valhnetur, ber og feitur fiskur.

Kollagen fyrir húðina

Kollagen er algengasta uppbygingarpróteinið í líkamanum og húðinni. Náttúrulegt magn þessa nauðsynlega próteins minnkar þegar við eldumst. Kollagen bætiefni innihalda amínósýrur sem hafa sýnt sig að styðja við heilbrigði hárs, húðar og nagla. Rannsóknir sýna að kollagenpeptíð geta stuðlað að teygjanleika og þéttleika í húðinni. Með því að neyta vatnsrofinna kollagenpeptíða getum við stutt við náttúrulegt kollagenmagn og stuðlað þannig að heilbrigðari húð. Eyðing kollagens er ein helsta orsök hrukkumyndunar og öldrun húðarinnar en inntaka kollagens er talin geta hægt á hrukkumyndyn og stuðlað að unglegri og frísklegri húð.

Það er lykilatriði fyrir góða húðheilsu að nota örugga sólarvörn daglega allt árið um kring til þess að vernda húðina gegn útfjólublárri geislun, sem er talin vera ein helsta orsök áferða- og litabreytinga sem fylgja öldrun húðarinnar og ótvíræður krabbameinsvaldur. Að viðhalda heilbrigðri húð þarf ekki að fela í sér dýr krem eða ífarandi aðgerðir. Með því að innleiða náttúrulegar og heildrænar aðferðir geturðu stutt við heilsu húðarinnar að innan frá.

Matcha lime drykkur

  • 1 tsk matcha teduft
  • 1-2 msk kollagen duft
  • 6-8 stk kasjúhnetur
  • 2-3 msk limesafi
  • 2 msk hampfræ
  • ½ stk avókadó
  • 2 msk hörfræ
  • 1 b spínatkál
  • 2 stk döðlur
  • 1 ½ b vatn

  • Omega 3
    Omega 3
    Kaupa
  • Hair, skin and nails
    Hair, skin and nails
    Kaupa
  • Astaxanthin 4mg
    Astaxanthin 4mg
    Kaupa

Heimildir:

Nutritional Supplements for Skin Health—A Review of What Should Be Chosen and Why – PMC (nih.gov)

© Icepharma hf. Allur réttur áskilinn. Icepharma hf. er viðurkenndur dreifingaraðili NOW á Íslandi. Icepharma is the authorized distributor of NOW in Iceland.

Log In

Become a part of our community!
Registration complete. Please check your email.
Lost your password?

Create an account

Welcome! Register for an account
The user name or email address is not correct.
Registration confirmation will be emailed to you.
Log in Lost your password?

Reset password

Recover your password
Password reset email has been sent.
The email could not be sent. Possible reason: your host may have disabled the mail function.
A password will be e-mailed to you.
Log in
×