Góðgerlar
Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. Góðar bakteríur hjálpa okkur að halda heilsunni í blússandi botni.
Góðgerlar
Góðgerlar eru lifandi örverur og sveppir sem eru vinur þinn því þær halda þörmunum heilbrigðum. Góðgerlar er matur eða bætiefni sem innihalda vinalegar bakteríur sem slá upp tjaldbúðum í þörmunum með heilsubætandi örverum.
Stundum er talað um þarmaflóruna sem gleymda líffærið. Til dæmis framleiðir þarmaflóran K-vítamín og B-vítamín.
Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið “góðgerlar”? Stendur áttundi áratugurinn ljóslifandi í hugskotinu með AB-mjólk splunkunýja á markaðnum. LGG skot í plasthylkjum danglandi í mjólkurkælinum? Það voru fyrstu kynni okkar Vesturlandabúans á góðgerlum að dúndra þeim í allskonar mjólkurafurðir. En aðrir menningaheimar eins og Kórea hafa í árhundruðir borið á borð gerjaðan mat jógúrt, súrkáli, kefir, tempeh og kimchi sem innihelda góðgerla og tengt neyslu þeirra við góða heilsu.
Partý á neðri hæðinni
Góðgerlar stuðla að betri meltingarflóru, með að örva hreyfingu í meltingarveginum og bæta þar af leiðandi meltingarferlið.
En það snýst ekki bara um að halda öllu reglulegu í pípulögninni og leysa sjaldnar vind. Heldur sýna rannsóknir að hjálpa við að bæta ónæmiskerfið, betri næringarupptöku, stinnari húð og jafnvel aukna einbeitningu og vellíðan.
Æfingamelir og gerlar
Fyrir æfingameli eru góðgerlar mikilvægir því þeir hjálpa við niðurbrot, upptöku og nýtingu á næringu, bætiefnum og vítamínunum sem við gúffum í okkur. Sérstaklega amínósýrum og steinefnum. Þannig geta þeir hjálpað við að bæta frammistöðu á æfingum.
Góðgerlar eru eins og skúringakellingar sem moppa út úrgang og aðra óvelkomna gesti í partýinu, og stuðla þannig að jafnvægi í flórunni. Þannig hjálpa þeir okkur nýta næringu úr fæðunni í vöðvabyggingu, viðgerð og endurheimt. Sem þýðir að þúsundkallarnir sem við hendum í allskyns dunka og dósir af prótíndufti og vítamínum skila sér í bætingum. Að sama skapi stjórna þeir losun á streituhormóninu kortisól sem finnst ekkert skemmtilegra en að tæta niður kjötið sem við eyðum blóði, svita og tári að byggja upp. Betri heilsa í þörmunum hefur því áhrif á taugaboðefni eins og acetylcholine sem stýrir vöðvasamdrætti, úthaldi og frammistöðu. Annað mikilvægt hlutverk þarmaflórunnar er að minnka bólgumyndun í líkamanum, eins og í vöðvum og liðum eftir harðkjarna átök við járnið.
Góðgerlar og þyngartap
Margir vísindamenn trúa að þarmaflóran sé mikilvæg í að ákvarða líkamsfitu. Stundum er talað um hana sem “gleymda líffærið”. Sumir góðgerlar hindra upptöku á fitu í þörmunum sem lengir seddutilfinningu og við erum sáttari lengur. Í einni rannsókn voru konur sem voru í megrun látnar taka góðgerlana í þrjá mánuði og þær misstu 50% meiri þyngd en konur sem tóku ekki góðgerla.
Góðgerlar og ónæmiskerfið
Góðgerlar auka ónæmisvirkni og viðbrögð með að auka framleiðslu á ýmsum frumum sem eru eins og vígbúnir hermenn og berjast með kjafti og klóm við óæskileg efni í líkamanum. Eins koma þeir í veg fyrir að þessar boðflennur leki inn í líkamann og valdi þar með ónæmissvörun. Þar með minnka líkur á veirusýkingum eins og bara gömlu góðu kvefpestinni. Góðgerlar lækka líka kólesterólið í líkamanum með að lækka LDL (Leiðinlega) kólesterólið og blóðþrýsting.
En hvaða dollu á ég að velja?
Ef þú klórar þér í skallanum og veist ekkert hvaða dollu af góðgerlum skal velja hillunni af þeim fjölmörgu sem í boði eru þá eru NOW Probiotic-10 sterkustu gaurarnir með 10 mismunandi vinalegum harðkjarna góðgerlum. Probiotic-10 er sérstaklega öflugt fyrir langvarandi meltingarvandamál, eða sveppasýkingu. Það má velja 25 billjón, 50 billjón eða 100 billjón þessara gerla í hverju glasi. Probiotic defense er blanda af vinalegum góðgerlum með 13 mismunandi sem styðja við heilbrigða meltingu og þarmaflóru, sem og styrkja ónæmiskerfið, í þessari blöndu eru einnig FOS (fructo-oligosaccharide) sem hjálpa við að rækta Acidophilus og Bifidus sem eru íbúarnir í AB mjólkurfernunni.
- Ragga Nagli
- Aðrar greinar
Ég heiti Ragnhildur Þórðardóttir. Sálfræðingur, pistlahöfundur, einkaþjálfari og hlaðvarpari.
-
01/09/2023
-
17/05/2021
-
20/04/2020