Apricot Kernel Oil
Olía úr apríkósukjörnum. Góð fyrir húð og dregur úr fínum línum, góð á þurra húð og fyrir þurrt hár.
Castor Oil
Castor olían er mjög góð fyrir húð og hár. Góð gegn bólgum hvar sem er í líkamanum. Hægt að nota á kviðinn ef um hægðavandamál er að ræða. Olían dregur bæði úr bólgum og losar um stíflur í útþöndum kvið og auðveldar losun.
Grapeseed Oil
Rakagefandi olía sem er góð fyrir viðkvæma húð og stíflar ekki svitaholur. Einnig góð burðarolía.
Sweet Almond Oil
Möndluolía. Hentug sem nuddolía eða burðarolía. Einnig gott að bera á sig olíuna eftir þurrburstun.