Arnór Sveinn
„Það má segja að bætiefni séu ákveðin sérgrein hjá Arnóri sem hefur kafað ofaní þann geira undanfarin ár.„
Arnór Sveinn er knattspyrnumaður, heilsugúru, bætiefnasérfræðingur podcastari.
Hann er menntaður heimspekingur og viðskiptafræðingur en hann brennir fyrir allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl.
Hann stundar knattspyrnu af krafti með KR og er annar þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Millivegurin
Það má segja að bætiefni séu ákveðin sérgrein hjá Arnóri sem hefur kafað ofaní þann geira undanfarin ár.
Uppáhaldsbætiefni Arnórs eru:
Garlic – Ég elska hvítlauk en stundum er betra að taka hann í lyktarlausu formi svo að félagslegi þátturinn líði ekki fyrir. Hvítlaukur er frábær fyrir hjarta og æðakerfi líka mjög bakteríudrepandi
Rhodiola – ein af mínum uppáhalds jurtum, gamla góða burnirótin sem víkíngarnir notuðu áður fyrr. Góð gegn stressi og gerir mann skarpari í hugsun.
Curcufresh – Túrmerik er frábært gegn bólgum. Ég notast við Curcufresh þegar æfingaálag er mikið.
Magnesium – lífsnauðsynlegt steinefni sem líkaminn notar í allskonar starfsemi. Magnesíum skortur er algengur af einhverjum ástæðum og því tek ég það í bætiefnaformi. Það er gott t.d. gegn vöðvakrömpum.
Rauðrófuduft – Rauðrófur eru snilld fyrir íþróttafólk og hefur neysla þeirra sýnt fram á aukna líkamlega getu. Rauðrófur eru hinsvegar ekkert spes á bragðið og því finnst mér tilvalið að drekka þær.
BCAA big 6 – BCAA amínósýrur eru frábærar fyrir endurheimtina og til að hámarka vöðva vöxtinn eftir æfingar. Big 6 blandan inniheldur einnig amínósýrurnar L-Citrulline, til þess að auka úthald og draga úr þreytu, og L-Glutamine, til að hraða endurheimt vöðva. Einnig inniheldur blanand efnin Taurine, sem talið er auka orku og árvekni
Omega 3 – Hrein fiskiolía, frábær fyrir liðina og heilann
Probiotic Defence – Góðgerlar eru mikilvægir sérstaklega fyrir íþróttafólk. Í miklu álagi getur komið rót á flóruna og því er gott að geta hjálpað henni að komast í jafnvægi aftur með bætiefnum. Defence blandan inniheldur ekki bara góðgerla, heldur líka græna fæðu sem er svo holl.
Green phytofoods – Þegar maður getur ekki borðað sinn skammt af grænu grænmeti er frábært að geta hent í sig einu glasi af grænni ofurfæðu. Græn fæða er gríðarlega holl og næringarrík, inniheldur mikið magn af vítamínum og steinefnum.
