Ingi Torfi og Linda:
„Við höfum mikinn áhuga á heilsu og lífsstíl og því hvernig við getum bætt hana á hverjum degi með því að framkvæma litla hluti sem gera okkur gott.“
Við eigum og rekum ITS Macos næringarþjálfun og allan daginn erum við að huga að heilsu og bættum lífsstíl, okkar og viðskiptavina okkar.
Við höfum mikinn áhuga á heilsu og lífsstíl og því hvernig við getum bætt hana á hverjum degi með því að framkvæma litla hluti sem gera okkur gott.
Eitt af því sem við teljum að geri okkur gott er að taka vítamín alla daga. Þegar kemur að því að velja hvaða vítamín skal taka þá er NOW alltaf okkar val! Við veljum NOW vítamínin vegna gæðanna!
Þau vítamín sem við tökum bæði eru Fjölvítamín fyrir konur og karla sem heita EVE og ADAM og þar fáum við flest þau vítamín sem við þurfum. Þar sem við búum á Íslandi og fáum aldeii næga sól þá bætum við D vitamíni við og eins tölum við Omega 3 þar sem við fáum ekki nægt magn úr okkar venjulega fæði. Eplaedik og rauðrófusafi hafa meðal annars þessa kosti að minnka bólgur, dregur úr vökvasöfnun, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og margt annað en því miður bragðast það rosalega illa og því hafa Eplaediks hylkin og rauðrófuduftið verið lausn sem hentar okkur vel.
Ingi Torfi tekur svo einnig Creatine Monohydrate til þess að fá sem mest út úr sínum æfingum.
Við mælum með þessari blöndu fyrir alla okkar viðskiptavini.