Ásdís Ragna
„Markmið mitt er að hvetja og leiðbeina fólki í að efla heilsu sína með heilsusamlegu mataræði, góðum lífsvenjum, notkun jurtalyfja og vinna markvisst í átt að bættri heilsu, jafnvægi og vellíðan.“
Ég útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hef rekið eigin stofu um árabil þar sem þúsundir einstaklinga hafa leitað til mín í ráðgjöf í gegnum árin. Ég hef mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og hef haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um land allt bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, heilsusamlegt mataræði o.fl. heilsutengd málefni.
Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa. Markmið mitt er að hvetja og leiðbeina fólki í að efla heilsu sína með heilsusamlegu mataræði, góðum lífsvenjum, notkun jurtalyfja og vinna markvisst í átt að bættri heilsu, jafnvægi og vellíðan.