Bug Ban gegn lúsmý
Um leið og allur gróður lifnar við, lifna skordýrin líka við. Í fyrra var það lúsmýið sem truflaði fólk mest og olli víða miklum bitfaraldri. En hvort sem þú ert á svæði sem lúsmýið var á í fyrra og þess er hugsanlega að vænta á ný, eða ætlar að stunda útiveru eða veiðar þar sem mikið er af mýi, þá er frábært á nýta sér Bug Ban frá NOW.
Bug Ban fæst bæði í litlum úðabrúsa og sem ilmkjarnaolíublanda. Úðabrúsinn er nettur og auðvelt að hafa hann með sér í göngu- eða veiðiferðum. Brúsinn er hristur varlega og síðan er úðað útvortis á líkamann eftir þörfum. Eina sem þarf að passa sig á er að úða ekki of mikið. Þetta er fljótt að þorna og klístrast ekki.
Það er líka til Bug Ban ilmkjarnaolíublanda sem setja má í ilmolíulampa. Þá má í mesta lagi setja 15 dropa í 30 ml af vatni. Einnig hægt að blanda dropunum saman við vatn í úðabrúsa.
Virku innihaldsefnin í Bug Ban eru blanda af ilmkjarnaolíunum Citronella, Lemongrass, Rosmany og Thyme. Citronella hefur oft verið notuð ein og sér sem moskítóvörn, auk þess sem henni er bætt í útkerti og ilmolíuker.
Verðu þig með náttúruefnum
Bug Ban er náttúruleg flugnafæla sem kemur í veg fyrir bit. Með þessar tvær Bug Ban vörutegundir ættirðu að geta varið þig á skaðlausan hátt fyrir bitmýi og moskítóflugum í sumar. Bara að muna að taka þær með í ferðalagið, hvort sem er innan- eða utanlands.