Svefn er einn mikilvægasti þátturinn í okkar daglegu lífi okkar. Það er tíminn fyrir líkama okkar til þess að endurstilla sig eftir daginn og endurnæra sig fyrir næsta dag. Hér deilum við fimm ráðum hvernig þú getur bætt svefninn þinn.
Fimm ráð til að bæta svefninn
1. Bættu við magnesíum
Að taka magnesíum bætiefni fyrir svefn er frábær leið til þess að hjálpa líkamanum að undirbúa sig fyrir hvíld. Taugaboðefnið GABA er mikilvægt fyrir svefnkerfið okkar og þurfa GABA viðtakar í heilanum magnesíum til þess að starfa eðlilega. Magnesium Inositol Relax frá NOW inniheldur blöndu af magnesíum og inósítól sem bæði styðja við slökun og betri svefn. Inósítól tilheyrir B-vítamín fjölskyldunni og með því að bæta inósítól við þá styður það við flutning taugaboðefna þannig að magnesíum og GABA virki með skilvirkari hætti.
2. Takmarkaðu skjátíma
Melatónín er svefnhormón sem hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna og er myndað úr boðefninu serótónín og amínósýrunni tryptófan. Melatónín knýr fram svefnþörf og á að vera lágt á morgnana til þess að hjálpa líkamanum að vakna en hátt á kvöldin til að hjálpa líkamanum að undirbúa sig fyrir svefn. Sumar athafnir geta hins vegar sett þetta viðkvæma kerfi í ójafnvægi.
Skjábirta sem símar, fartölvur og aðrir skjáir gefa frá sér senda boð til heilans að það sé dagur og getur hamlað myndun á melatóníni í líkamanum. Til þess að stuðla að heilbrigðu jafnvægi melatóníns er mælt með því að takmarka skjátíma á kvöldin og slökkva á rafmagnstækjum nokkrum klukkutímum fyrir svefn. Ef þú þarft að horfa á skjá að kvöldi til er hægt að notast við sérstök gleraugu með gulbrúnum lit sem eiga að hindra blátt ljós frá skjáum.
3. Stundaðu hugleiðslu
Þrátt fyrir að líkaminn sé tilbúinn til þess að fara sofa eftir annasaman dag er hugurinn oft ekki tilbúinn. Þrálátar hugsanir og áhyggjur gera okkur erfiðara fyrir að slaka á og geta haldið fyrir okkur vöku.
Það að stunda reglulega hugleiðslu er áhrifarík leið til þess að undirbúa hugann og líkamann fyrir djúpan svefn. Gott er að taka frá 10-30 mínútur rétt áður en þú ferð að sofa til að hugleiða, gera öndunaræfingar og njóta kyrrðarinnar.
4. Skrifaðu í dagbók
Auk þess að róa líkamann okkar niður þegar við leggjumst til hvílu þurfum við einnig að róa hugann okkar, sem getur stundum verið reikandi og enn í virkni að hugsa um verkefnalista morgundagsins. Þrátt fyrir að hugleiðsla virki vel fyrir suma þá getur hún verið meira krefjandi fyrir aðra. Það er talið að um 90-95% af hugsunum okkar eru ekki nýjar hugsanir, heldur er hugur okkar að endurtaka sömu hugsanir aftur og aftur, oftar en ekki þessar neikvæðu.
Til þess að koma í veg fyrir að neikvæðu hugsanirnar taki yfir getur verið gagnlegt að vinna úr þeim með því að skrifa þær niður. Hvort sem þú skrifar um daginn þinn, listar upp þremur mikilvægustu verkefnum morgundagsins, eitthvað nýtt sem þú lærðir þann daginn eða kvíðahugsanir sem þú þarft að losa þig við, það að skrifa þetta niður á blað getur hjálpað þér að koma þeim frá þér. Ef þú þarft smá hjálp eða veist ekki hvar þú átt að byrja reyndu þá að skrifa hvað sem þér liggur á hjarta, hvort sem það virðist skynsamlegt eða ekki.
5. Prófaðu ilmkjarnaolíur
Að dreifa ilmkjarnaolíum í svefnherberginu á kvöldin og meðan þú sefur getur einnig stuðlað að afslöppun og tryggt góðan svefn yfir nóttina. Sérstaklega þá ilmkjarnaolíur eins og Lavender en rannsóknir hafa sýnt að Lavender hjálpar til við afslöppun og svefn. NOW er með 100% hreinar og lífrænar ilmkjarnaolíur svo sem Lavender og Chamomile, sem einnig er þekkt fyrir bætandi áhrif á svefn, ásamt Peaceful Sleep blandan sem inniheldur nokkrar vel þekktar róandi ilmkjarnaolíur sem allar eru taldar hjálpa okkur að sofa betur.