Hollari Kókóstoppar
Ásdís Grasalæknir deilir hér með okkur uppskrift af hollari kókostoppum sem er tilvalið að gera fyrir jólin.
Innihald:
- 2 stórar eggjahvítur (60 ml)
- ¼ bolli hunang
- 5 dropar French vanilla stevía frá Now
- ¼ tsk sjávarsalt
- 2 bollar kókósmjöl
- ½ bolli súkkulaðidropar
Aðferð:
- Hitið ofn í 165°C. Setjið eggjahvítur, hunang, stevíu og salt í skál.
Setjið skálina ofan á pott með sjóðandi vatni (yfir vatnsbaði). - Hrærið innihaldsefnum vel saman í skálinni í 5 mín þar til fer að freyða og
orðið heitt viðkomu - Bætið við kókósmjöli og hrærið vel saman við þar engin vökvi er eftir
- Mótið kúlur með skeið rúmlega 1 msk á bökunarpappír á ofnplötu.
- Bakið kókóstoppana í 15-20 mín og fylgist með þeim að þeir brúnist ekki um
of. Látið kólna á ofnplötu. - Bræðið súkkulaði og dýfið botninum á kókóstoppunum í súkkulaðið þannig að
nái aðeins upp á kantana. Setjið þá aftur á bökunarpappírinn og leyfið þeim að
kólna í 5 mín í ísskáp meðan súkkulaðið stífnar. - Gott að setja smá bráðið súkkulaði yfir kókóstoppana.
- Kókóstopparnir geymast í boxi í kæli í 1 viku og í frystir í 3 mánuði.

- Ásdís Grasa
- Aðrar greinar

Ásdís Grasa
Höfundur
Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.
email
-
30/11/2022
-
27/01/2022
-
27/11/2020
-
17/04/2020
Vörur í færslu
Tögg:
uppskrift