Now logo
  • Bætiefni
    • Vítamín
    • Jurtir
    • Fitusýrur
    • Gerlar og trefjar
    • Steinefni
    • Prótein
    • Kollagen
    • Önnur bætiefni
  • Sportvara
    • Endurheimt
    • Prótein
  • Matvara
    • Bakstursvara
    • Drykkir
    • Hnetur
    • Sætuefni
  • Snyrtivara
    • Andlitsumhirða
    • Annað
    • Burðarolía
    • Hárumhirða
    • Líkamsumhirða
  • Ilmolíur
    • Hreinar ilmolíur
    • Ilmolíu blöndur
    • Ilmolíu sett
    • Ilmolíulampar
  • Blogg
    • Uppskriftir
    • Greinar
  • Now teymið
    • Ásdís Ragna
    • Guðrún Brá
    • Indíana
    • ITS Macros þjálfun
    • Ragga Nagli
  • Um Now
    • Hafðu samband
Search
Generic filters
Exact matches only
backround

Hvað er til ráða gegn frjókornaofnæmi?

Það er þessi tími ársins þegar frjókornin aukast í andrúmsloftinu og margir sem upplifa óþægindi yfir sumarmánuðina vegna frjókornaofnæmis. Frjókornaofnæmi orsakast vegna ónæmissvörunar við frjókornum frá gróðri s.s. grasi, birki, túnfíflum og hundasúrum sem framkallar histamín losun og tilheyrandi bólgumyndun í slímhúð. Einkenni frjókornaofnæmis eru kláði í augum og nefi, hnerri, nefrennsli, tárarennsli og nef getur stíflast svo að erfitt verður að anda í gegnum nefið.

Hvernig við nærum okkur hefur bein áhrif á ónæmiskerfi okkar og ýmis fæða getur haft áhrif á bólgumyndun og histamín losun í líkamanum, sem síðan getur ýtt undir frekari einkenni. Ofnæmisviðbrögð eru oft mun ýktari þegar líkaminn er yfirhlaðin af áreitisvökum úr fæðunni og þegar hann nær ekki að vinna úr umfram magni af histamíni og því mikilvægt að byrja á því að breyta mataræðinu okkar til hins betra til þess að minnka álagið á ónæmiskerfið. Hér eru nokkur gagnleg ráð.

  • Borðaðu heilsusamlega og hreina fæðu. Dragðu úr bólgumyndandi fæðu s.s. sykri, hveiti, unninni fæðu og aukaefnum. Veldu lífrænan mat eins og mögulegt er til þess að draga úr notkun á matvælum sem innihalda skordýraeitur.
  • Forðastu algenga fæðuóþolsvalda. Fólk með frjókornaofnæmi getur myndað ofnæmi eða viðbrögð við ýmsum fæðutegundum. Prófaðu að sleppa fæðutegundum sem eru þekktar fyrir að valda fæðuóþoli í 6 vikur og fylgstu með hvaða áhrif það hefur á líðan þína og einkenni. Dæmi um slíka fæðu er m.a. mjólkurvörur, glútein, maís, sojavörur og egg. Það getur verið gagnlegt að fá leiðbeiningar hjá fagaðila þegar verið er að notast við útilokunarmataræði ef þess er þörf.
  • Fókuseraðu á bólgueyðandi fæðu. Notaðu litríka fæðu úr jurtaríkinu s.s. grænmeti og ávexti sem eru rík af andoxunarefnum og heilsueflandi næringarefnum. Notaðu krydd og jurtir frjálslega í mataræðinu þar sem þessi fæða inniheldur ríkulegt magn af bólgueyðandi plöntuefnum. Notaðu omega 3 ríka fæðu fyrir ónæmiskerfið og bólgueyðandi áhrif s.s. feitan villtan fisk, hörfræ, valhnetur eða chia fræ.
  • Notaðu fæðu sem dregur úr histamíni. Ákveðnar fæðutegundir geta haft andhistamín áhrif og stuðlað þannig að niðurbroti og losun histamíns úr líkamanum. Fæða sem inniheldur virka efnið quercetin er t.d. epli, brokkolí, sítrusávextir, fennel og rauðlaukur. Fæða sem inniheldur anthocyanins efni er t.d. ber, kirsuber, grapeávöxtur, rauðkál og rauðlaukur. Sum krydd og jurtir hafa einnig andhistamín áhrif s.s. steinselja, timjan, turmeric, engifer, kamilla, brenninettla og spirulina. C vítamín er talið náttúrlegt andhistamín bætiefni sem einnig styrkir ónæmiskerfið. Að sama skapi getur verið gott að draga úr fæðu sem inniheldur mikið histamín eða sem framkallar histamín viðbragð í líkamanum s.s. reykt kjöt, skelfiskur, súrkál, gamlir ostar, áfengi, edik, o.fl.
  • Haltu nefinu hreinu. Hreinsaðu nefgöng reglulega með saltvatni í sprayformi eða neti pot til þess að losa um stíflur. Eins er hægt að bera á feitt krem eða smyrsli við nef til þess að hindra aðgang frjókorna inn í nefið.

Quercetin with bromelain

Quercetin with bromelain er vítamínblanda frá Now sem inniheldur tvö virk plöntuefni quercetin og bromelain sem bæði eru talin gagnleg gegn ofnæmi. Quercetin tilheyrir flokki plöntuefna sem nefnast flavóníðar sem talin eru hafa sterka andoxunarvirkni, ónæmisstykjandi og bólgueyðandi áhrif. Quercetin er gjarnan notað gegn ofnæmi og þá sérstaklega frjókornaofnæmi en quercetin dregur úr framleiðslu á histamíni og bólgumyndandi efnum s.s. hvítfrumum, cytokines og IL-4 en þessi efni eru þekktir bólguhvatar í líkamanum. Quercetin getur þannig hugsanlega reynst gagnlegt til þess að draga úr einkennum frjókornaofnæmis vegna bólgueyðandi áhrifa og áhrifa þess á starfssemi ónæmiskerfisins. Bromelain hefur lengi verið notað fyrir virkni sína á ónæmiskerfið en bromelain er ensím sem er unnið úr ananas. Bromelain virðist hafa bólgueyðandi áhrif og draga úr ofnæmisviðbrögðum með því að hamla virkni ensíma sem hafa að gera með bólgumyndun s.s. histamín. Bromelain er talið geta dregið úr þrota, nefstíflum og öðrum einkennum frjókornaofnæmis.

Quercetin With Bromelain

Jurtate gegn ofnæmi

  • 1-2 tepokar Nettle tea frá Clipper
  • ½ msk lífrænt hunang
  • 1 sneið ferskt engifer
  • 1 sítrónusneið

Setjið öll innihaldsefni í bolla og hellið soðnu vatni. Leyfið þessu að trekkja sig í 5-10 mín og sigtið svo tepoka, engifer og sítrónu frá. Sötrið og njótið.

Með von um gleðilegt sumar!

  • Ásdís Grasa
  • Aðrar greinar
Ásdís Grasa Höfundur

Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.

email
asdisgrasa@nowfoods.is
follow me
  • Íþróttabætiefni fyrir hlaupara
    11/06/2025
    Ásdís Grasa
  • Kollagen kúlur
    Jóla kollagen kúlur
    30/11/2022
    Ásdís Grasa
  • kollagen latte
    Kollagen í kroppinn þinn
    27/01/2022
    Ásdís Grasa
  • Hollari Kókóstoppar
    27/11/2020
    Ásdís Grasa
  • Hvað er til ráða gegn frjókornaofnæmi?
    10/06/2020
    Ásdís Grasa

Vörur í færslu

  • Quercetin with bromelainQuercetin with Bromelain

© Icepharma hf. Allur réttur áskilinn. Icepharma hf. er viðurkenndur dreifingaraðili NOW á Íslandi. Icepharma is the authorized distributor of NOW in Iceland.

Log In

Become a part of our community!
Registration complete. Please check your email.
Lost your password?

Create an account

Welcome! Register for an account
The user name or email address is not correct.
Registration confirmation will be emailed to you.
Log in Lost your password?

Reset password

Recover your password
Password reset email has been sent.
The email could not be sent. Possible reason: your host may have disabled the mail function.
A password will be e-mailed to you.
Log in
×