Now logo
  • Bætiefni
    • Vítamín
    • Jurtir
    • Fitusýrur
    • Gerlar og trefjar
    • Steinefni
    • Prótein
    • Kollagen
    • Önnur bætiefni
  • Sportvara
    • Endurheimt
    • Prótein
  • Matvara
    • Bakstursvara
    • Drykkir
    • Hnetur
    • Sætuefni
  • Snyrtivara
    • Andlitsumhirða
    • Annað
    • Burðarolía
    • Hárumhirða
    • Líkamsumhirða
  • Ilmolíur
    • Hreinar ilmolíur
    • Ilmolíu blöndur
    • Ilmolíu sett
    • Ilmolíulampar
  • Blogg
    • Uppskriftir
    • Greinar
  • Now teymið
    • Ásdís Ragna
    • Guðrún Brá
    • Indíana
    • ITS Macros þjálfun
    • Ragga Nagli
  • Um Now
    • Hafðu samband
Search
Generic filters
Exact matches only
backround

Jóla kollagen kúlur

Skemmtilegasti tími ársins er gengin í garð fyrir jólabarn eins og mig og alltaf gaman að stússast í eldhúsinu í jólabakstri og finna kökuilminn fylla heimilið. Ég baka alltaf eitthvað fyrir jólin fyrir heimilisfólkið eftir því hvað er á óskalista hjá börnunum hverju sinni og geri líka hollari sætindi fyrir mig til að eiga þegar mig langar í eitthvað sætt trít. Síðustu ár hef ég tamið mér að nota hollari sætuefni sem fara betur með blóðsykurinn og kroppinn. Það heldur mér í betra jafnvægi og kemur í veg fyrir að ég missi mig í sætindunum og leyfi mér því að njóta þess að fá mér hollari mola með kaffinu af einhverju heimagerðu góðgæti.

Þetta árið prófaði ég að nota kollagen í orkukúlurnar mínar sem ég nota reglulega yfir árið sem millibita. Kollagen er eitt af mínum uppáhalds bætiefnum og ég nota það daglega fyrir betri heilsu, sterkari bein, fallegri húð, hár og neglur. Því er tilvalið að lauma því í jólabaksturinn! Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að jóla kollagen kúlum sem eru sneisafullar af næringu, trefjum, próteini og fitu og eru þar að auki sykurlausar. Þær henta fyrir þá sem eru á lágkolvetna og ketómataræði og okkur hin líka. Þessar kúlur eru frábært millimál til að grípa í og hafa með sér á ferðinni enda metta þær vel, draga úr sætindalöngum og hjálpa okkur að halda góðu blóðsykursjafnvægi yfir daginn. Jóla kollagen kúlurnar eru algjörir hollustumolar og ég mæli með því að þið hjúpið þær í sykurlausu súkkulaði til að gefa þeim meiri gúrm og sætu.

Nældu þér í eintak af súkkulaði uppskriftabæklingnum mínum ef þig langar til þess að eignast mínar uppáhalds uppskriftir að sætindum, smákökum og bakkelsi sem allar eru án sykurs, hveitis og mjólkurvara hér

Jóla kollagen kúlur

Innihald:

  • 2 msk möndlumjöl frá Now
  • 2 msk hörfræjamjöl
  • 2 msk Collagen peptides frá Now
  • 1 msk kakó duft
  • 2 msk möndlusmjör frá MUNA
  • 1 msk chia fræ
  • 7-10 dr English toffe stevia frá Now
  • 1-2 tsk kanill frá MUNA
  • ½-1 tsk kardimommur frá Kryddhúsið
  • ¼ b volgt/heitt vatn
  • ¼ tsk negull

Toppa með:

  • ¼ b kókósmjöl frá MUNA
  • 1 msk hakkaðar heslihnetur
  • 1 plata Sukrin Orginal súkkulaði

Aðferð:

  • Skellið öllum hráefnum í matvinnsluvél nema kókósmjöli, heslihnetum og Sukrin súkkulaði.
  • Hrærið þangað til allt er blandað vel saman og orðið að deigi.
  • Bætið við smá volgu vatni ef ykkur finnst þörf eða bætið smá möndlumjöli ef deigið of þunnt.
  • Mótið í litlar kúlur ca 10 stk, veltið upp úr kókósmjöli eða bræðið súkkulaði yfir.
  • Bræðið Sukrin súkkulaði yfir vatnsbaði, hjúpið kúlurnar upp úr súkkulaðinu og toppið með hökkuðum heslihnetum.
  • Setjið á bakka og inn í ísskáp eða frystir. Geymist í 4-5 daga í ísskáp.

Gleðilegan jólabakstur

  • Ásdís Grasa
  • Aðrar greinar
Ásdís Grasa Höfundur

Ég er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og horfa á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.

email
asdisgrasa@nowfoods.is
follow me
  • Íþróttabætiefni fyrir hlaupara
    11/06/2025
    Ásdís Grasa
  • Kollagen kúlur
    Jóla kollagen kúlur
    30/11/2022
    Ásdís Grasa
  • kollagen latte
    Kollagen í kroppinn þinn
    27/01/2022
    Ásdís Grasa
  • Hollari Kókóstoppar
    27/11/2020
    Ásdís Grasa
  • Hvað er til ráða gegn frjókornaofnæmi?
    10/06/2020
    Ásdís Grasa

Vörur í færslu

  • Collagen Peptides Powder
  • MöndlumjölMöndlumjöl
  • english toffeeStevia English Toffee
Tags: uppskrift

© Icepharma hf. Allur réttur áskilinn. Icepharma hf. er viðurkenndur dreifingaraðili NOW á Íslandi. Icepharma is the authorized distributor of NOW in Iceland.

Log In

Become a part of our community!
Registration complete. Please check your email.
Lost your password?

Create an account

Welcome! Register for an account
The user name or email address is not correct.
Registration confirmation will be emailed to you.
Log in Lost your password?

Reset password

Recover your password
Password reset email has been sent.
The email could not be sent. Possible reason: your host may have disabled the mail function.
A password will be e-mailed to you.
Log in
×