Ketó Djöflaterta
María Krista deilir hér með okkur girnilegri uppskrift af djöflatertu sem er tilvalin fyrir þá sem eru á ketó mataræði, lágkolvetna- eða sykurlausum lífsstíl.
Innihald:
- 2 1/2 dl Ab mjólk
- 1 dl bragðlaus olía
- 3 egg
- 220 g sæta, Sweet like sugar
- 50 g kakó frá NOW
- 60 g kókoshveiti frá NOW eða hægt er að nota 180-200 g af möndlumjöli frá NOW í staðinn
- 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1/2 tsk matarsódi
- 3/4 tsk salt
- 1 dl sterkt kaffi við stofuhita
- 1 tsk Xanthan Gum frá NOW
Aðferð:
- Hitið ofn í 170°hita með blæstri
- Þeytið saman sýrðan rjóma, olíu og egg.
- Blandið þurrefnum saman í skál, gott að fínmala sætuna og þessvegna öll þurrefnin áður en þau eru sett saman við.
- Blandið þeim við eggjablönduna og að lokum fer kaffið saman við.
- Bakið í 2 formum um 18-20 cm í þvermál eða notið eina litla skúffu til að gera einfalda köku. Látið deigið standa í 10-15 mín áður en formin fara inn í ofninn.
- Bakið í 25-30 mín eða þar til pinni kemur hreinn upp úr botnunum.