Kollagen kaffidrykkur
Gott er að byrja daginn á bragðgóðum og næringarríkum kaffidrykk. Hér getur þú fengið hugmynd af góðum kaffidrykk sem þú getur breytt til eftir smekk. Tilvalið er að bæta við kollagen dufti, próteini eða MCT olíu í kaffidrykkinn. MCT olían frá NOW er tilvalin í kaffið en hún veitir skjótfengna orku en hækkar ekki insúlínið. Hægt er að fá MCT olíuna bragðlausa og í tveimur bragðtegundum: vanillu- heslihnetubragð og súkkulaði-mokkabragð.
Tilvalið að byrja daginn á að skella öllu í blandarann og taka með út í daginn:
- 1 banani
- 1 kaffibolli
- 2 tsk hnetusmjör frá MUNA
- 1 msk MCT olía með súkkulaðibragði eða prótein eftir smekk
- 1 bolli Isola möndlumjólk
- Blandið öllu varlega saman í blandara og hrærið þar til blandan er orðin silkimjúk