Veldu betur í vetur
Frá árinu 1968 hefur NOW framleitt náttúrulegar heilsuvörur en allt frá upphafi var það markmið fyrirtækisins að geta boðið upp á náttúrulegar afurðir á sanngjörnu verði til allra. Til að hámarka virkni þeirra er gætt að því að þær innihaldi einungis hágæða hráefni án óþarfa fylliefna. NOW er einn þekktasti og virtasti framleiðandi vítamína og fæðubótarefna í heiminum og leggur mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja virkni varanna.
Fjölbreytt úrval náttúrulegra vítamína og bætiefna tryggir að þú finnur þá vöru sem þér hentar til að styrkja ónæmiskerfið og mæta vetrinum með bros á vör.
D-vítamín
D-vítamín er sérlega mikilvægt fyrir fólk sem býr á norðurslóðum. D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi beina, tanna og eðlilegrar vöðvastarfsemi. D-vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina hjá börnum.
Frá NOW finnur þú fjölbreytt úrval af D vítamíni: perlur, tuggutöflur, í spreyformi og fljótandi.
C-vítamín
C-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins meðan á erfiðum líkamsæfingum stendur og að þeim loknum. C-vítamín stuðlar að myndun kollagens og ver frumur fyrir oxunarálagi. C-vítamín stuðlar að því að draga úr þreytu og eykur upptöku járns.
Hvítlaukur
Lyktarlaus hvítlaukur í hylkjum ætti að vera skyldueign á öllum heimilum þegar haustið fer af stað. Hvítlaukurinn í vörunni er unnin á 18 mánuðum og er hreinsaður til þess að fjarlægja lyktina úr honum án þess að tapa næringunni.
Sólhattur
Sólhattur hefur lengi verið notaður af frumbyggjum í lækningarskyni. Öll rót sólhattsins er notuð í vöruna frá NOW.
C-vítamín og zink blanda
Ný vara frá NOW sem inniheldur 1000mg af C-vítamíni og 15mg af sínk. C-vítamín og sínk stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.
