Citric Acid
Sítrónusýran er náttúrulegt þráavarnarefni/rotvarnarefni sem finnst í sítrusávöxtum. Sítrónusýra er m.a. notuð til að bragðbæta mat og drykk og stýra sýrustigi og er góður staðgengill salts.
Möndlumjöl
Möndlumjöl er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja eða ekki geta borðað hefbundið hveiti. Þegar mjölið er notað í matargerð eða bakstur þá eru notuð sömu hlutföll af möndlumjöli og hveiti en hafa skal í huga að draga aðeins úr vökvanum í uppskriftinni. Þegar bakað er með 100% möndlumjöli þá festist deigið ekki jafn vel saman og með hvítu hveiti og þess vegna er gott að bæta við bindiefnum eins og Xanthan gum frá NOW.
Psyllium Husk
Husk trefjar í poka. Trefjar sem leysast upp í vatni og verða hlaupkennd, góð fæða fyrir meltingarflóruna. Trefjar geta örvað vöxt æskilegra baktería í ristlinum. Þægileg leið til þess að auka inntöku trefja.
Xanthan Gum Duft
Þykkingarefni. Mjög gott í glútenfrían bakstur til að binda deigið saman. Mjög gott í prótínsjeika, búðinga osfrv.